39. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 5. febrúar 2020 kl. 09:00


Mætt:

Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 11:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir Helgu Völu Helgadóttur (HVH), kl. 11:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Anna Kolbrún Árnadóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Ásmundur Friðriksson var fjarverandi vegna veðurs.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 38. fundar samþykkt.

2) 390. mál - lyfjalög Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Kristín Hallsdóttir, Teitur Ari Theódórsson og Sólveig Bjarnadóttir frá Félagi læknanema, Ingi Steinar Ingason, Jóhann M. Lenharðsson og Sigríður Haralds Elínardóttir frá Embætti landlæknis, Katrín E. Hjörleifsdóttir og Baldvin Hafsteinsson frá Sjúkratryggingum Íslands, Gísli Rúnar Gíslason, Baldvin Örn Konráðsson og Arna Guðjónsdóttir frá Skattinum og Páll Gunnar Pálsson frá Samkeppniseftirlitinu.
Fóru þau yfir umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Staðan vegna útbreiðslu Wuhan - veiru Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar mættu Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir og Ólafur Guðlaugsson frá Landspítala, Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Fjölnir Freyr Guðmundsson frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00